Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 391. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1050  —  391. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000.

Frá allsherjarnefnd.



     1.      Á eftir 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
              Við b-lið 11. gr. laganna bætist: og umdæmiskjörstjórnir, sbr. 3. mgr. 13. gr.
     2.      Við 2. gr. er verði 3. gr.
                  a.      Við 1. málsl. efnismálsgreinar bætist: og ákveður umdæmi hennar.
                  b.      Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Við sérstakar aðstæður getur ráðherra heimilað tvær umdæmiskjörstjórnir í hverju kjördæmi sem kosnar skulu á sama hátt.
     3.      Við 4. gr., er verði 5. gr. Greinin orðist svo:
              Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. laganna:
                  a.      Á eftir orðinu „Undirkjörstjórnir“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: og eftir atvikum umdæmiskjörstjórnir.
                  b.      Í stað orðanna „og yfirkjörstjórna“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: yfirkjörstjórna og eftir atvikum umdæmiskjörstjórna.
     4.      Á eftir 6. gr., er verði 7. gr., komi ný grein, svohljóðandi:
              Eftirfarandi breytingar verða á 55. gr. laganna:
                  a.      Á eftir orðinu „yfirkjörstjórnarinnar“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: eða eftir atvikum umdæmiskjörstjórnar.
                  b.      Á eftir orðunum „utanáskrift sinni“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: eða eftir atvikum umdæmiskjörstjórnar.
                  c.      Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Yfirkjörstjórn skal einnig senda umdæmiskjörstjórn viðeigandi umslög, sbr. 2. og 3. mgr., eftir því sem við á.
     5.      Á eftir 8. gr., er verði 10. gr., komi tvær nýjar greinar, svohljóðandi:
         a.     (11. gr.)
                      Á eftir orðinu „yfirkjörstjórnar“ í 4. mgr. 90. gr. laganna kemur: eða umdæmiskjörstjórnar.
         b.     (12. gr.)
                       Á eftir orðinu „yfirkjörstjórnar“ í 92. gr. laganna kemur: eða umdæmiskjörstjórnar.
     6.      Við 13. gr., er verði 17. gr. Á eftir b-lið komi nýr stafliður, svohljóðandi: Á eftir orðinu „yfirkjörstjórn“ í 3. málsl. 1. mgr. komi: eða umdæmiskjörstjórn.




Prentað upp.
     7.      Við 15. gr., er verði 19. gr. Greinin orðist svo:
              103. gr. laganna orðast svo:
             Nú kemur yfirkjörstjórn, eftir atvikum umdæmiskjörstjórn, og umboðsmönnum lista saman um að einhver kjörseðill sé ógildur og skal hann þá ógildan telja. Verði ágreiningur um gildi kjörseðils skal úrskurða ágreiningsseðla jafnóðum og þeir koma fyrir. Bóka skal í gerðabók hve margir kjörseðlar eru ógildir og ástæður þess.
             Nú verður ágreiningur innan umdæmiskjörstjórnar eða á milli umdæmiskjörstjórnar og einhvers umboðsmanns um það hvort kjörseðill er gildur eða ógildur og skal þá umdæmiskjörstjórnin senda hann til yfirkjörstjórnar sem úrskurðar um gildi hans.
             Nú verður ágreiningur meðal yfirkjörstjórnar um gildi kjörseðils og skal afl atkvæða ráða úrslitum. Verði ágreiningur milli yfirkjörstjórnar og einhvers umboðsmanna um það hvort kjörseðill sé gildur eða ógildur skal leggja þá seðla í tvö sérstök umslög, í annað þá seðla sem kjörstjórnin hefur úrskurðað gilda og í hitt þá seðla sem hún hefur úrskurðað ógilda.
             Þegar atkvæði hafa verið talin saman undir nákvæmu eftirliti umboðsmanna kynnir umdæmiskjörstjórn niðurstöðu talningar sinnar yfirkjörstjórn sem færir niðurstöðu kosninganna í gerðabókina og kunngerir hana þeim sem viðstaddir eru. Skal þess gætt að samtölu atkvæða beri saman við tölu þeirra sem atkvæði hafa greitt samtals í kjördæminu samkvæmt skýrslum undirkjörstjórna og að allt komi heim við samtölu afgangsseðla.
             Hafi talning farið fram hjá umdæmiskjörstjórn skal hún, eftir að starfi hennar er lokið, senda alla notaða kjörseðla undir innsigli til yfirkjörstjórnar og skal gildum og ógildum kjörseðlum haldið aðgreindum. Auk þess sendir hún yfirkjörstjórn undir innsigli utankjörfundaratkvæði sem fara eiga í kjördeild sem tilheyrir yfirkjörstjórn, sbr. 4. mgr. 90. gr., allar kjörskrár í innsigluðum umbúðum, kjörbækur undirkjörstjórna sem hún hefur móttekið og einnig gerðabók sína. Yfirkjörstjórn skal fara með þessi gögn á sama hátt og þau sem eru í hennar vörslu.
     8.      Við 16. gr. Greinin falli brott.
     9.      Við 17. gr., er verði 20. gr. Í stað orðanna „skal yfirkjörstjórn eða umdæmiskjörstjórn“ komi: skal kjörstjórnin.