Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 674. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1097  —  674. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um höfundarétt.

Frá Pétri H. Blöndal.



     1.      Hvaða samtökum höfundaréttarfélaga hafa verið settar samþykktir skv. 6. mgr. 11. gr. höfundalaga, nr. 73/1972? Hvaða reglur gilda um félagsaðild, endurskoðun reikninga, úthlutun höfundalauna, kæruleiðir og upplýsingagjöf hjá þessum samtökum?
     2.      Telur ráðherra að ákvæði 3. mgr. 11. gr. laganna, um að höfundar verka, sem útvarpað hefur verið eða gefin hafa verið út á hljóðriti eða myndriti, eigi rétt á sérstöku endurgjaldi vegna upptöku verka þeirra til einkanota á bönd, diska, plötur eða aðra hluti, samrýmist 65. gr. stjórnarskrárinnar um að allir skuli jafnir fyrir lögum, þ.e. að höfundar sumra hugverka fái innheimt gjöld fyrir atbeina löggjafans, m.a. af óskrifuðum geisladiskum og af tölvum, en ekki höfundar annarra hugverka, t.d. hugbúnaðar og ljósmynda, sem þó munu líklega geymd á þessum miðlum í mun meira mæli en hin fyrrnefndu?
     3.      Hvernig samrýmist það 40. og 41. gr. stjórnarskrárinnar að lög heimili ríkinu að innheimta gjald af einum hópi einstaklinga til að afhenda það öðrum hópi einstaklinga án fjárveitinga á fjárlögum?