Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 601. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1107  —  601. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Erlu Pétursdóttur, Lilju Sturludóttur og Ragnheiði Snorradóttur frá fjármálaráðuneytinu. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Samtökum banka og fjármálafyrirtækja, Félagi löggiltra endurskoðenda, Ríkisendurskoðun og Alþýðusambandi Íslands.
    Frumvarpið er lagt fram í tengslum við frumvarp til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði sem þegar hefur verið afgreitt úr nefndinni. Markmið frumvarpsins er að hluthafar í hlutafélögum um sameiginlega fjárfestingu, þ.e. hlutabréfasjóðum, missi ekki þær skattalegu ívilnanir sem við hlutabréfin eru tengd, sbr. 1. tölul. B-liðar 1. mgr. 30. gr. laganna, við það að félaginu er slitið.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Kristinn H. Gunnarsson og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 6. mars 2003.



Einar K. Guðfinnsson,


form., frsm.


Hjálmar Árnason.


Gunnar Birgisson.



Árni R. Árnason.


Adolf H. Berndsen.


Jóhanna Sigurðardóttir.