Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 556. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1112  —  556. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um neytendakaup.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Við 14. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo:
                  Neytandi ber þó ekki áhættuna af tilviljunarkenndum atburði sem verður meðan hluturinn er hjá seljanda, enda sé ekki unnt að rekja atburðinn til eiginleika hlutarins sjálfs.
     2.      Við 15. gr.
                  a.      Í stað orðanna „kvaðir frá þriðja manni“ í fyrri málslið g-liðar 2. mgr. komi: réttindi þriðja manns.
                  b.      Í stað orðsins „kvaðir“ í síðari málslið g-liðar 2. mgr. komi: réttindi.
     3.      Í stað orðanna „og ætla má að hafi haft áhrif á kaupin“ í c-lið 1. mgr. 16. gr. komi: nema seljandi sýni fram á að réttar upplýsingar hafi verið gefnar neytanda við kaupin eða að upplýsingarnar hafi ekki haft áhrif á kaupin.
     4.      Á eftir orðinu „Jafnframt“ í upphafi 3. mgr. 27. gr. komi: er neytanda.
     5.      Í stað orðanna „þegar galli er“ í 32. gr. komi: galli sé.
     6.      3. mgr. 37. gr. orðist svo:
                  Seljandi getur ekki til viðbótar kaupverðinu krafist þóknunar fyrir að gefa út og senda reikning. Þetta gildir ekki þegar augljóst er að kaupverðið er staðgreiðsluverð en seljandi hefur eigi að síður veitt greiðslufrest.
     7.      Fyrirsögn 40. gr. orðist svo: Skylda neytanda til að stuðla að efndum kaupa.
     8.      Í stað orðanna „gilda lögin“ í 61. gr. komi: gilda lög þessi.
     9.      Við bætist ákvæði til bráðabirgða er orðist svo:
                  Greini aðila að neytendakaupum á um réttindi sín og skyldur samkvæmt lögum þessum geta þeir, einn eða fleiri, snúið sér til kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa og óskað eftir álitsgerð nefndarinnar um ágreiningsefnið samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í lögum um lausafjárkaup, nr. 50/2000.