Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 338. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1117  —  338. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um meðhöndlun úrgangs.

Frá umhverfisnefnd.



     1.      Við 2. gr. Orðin „og aðra meðferð“ í 1. málsl. falli brott.
     2.      Við 3. gr.
                  a.      Skýring á orðinu úrgangshafi falli brott.
                  b.      Í stað orðsins „úrgangshafi“ í skýringu á orðinu úrgangur komi: framleiðandi úrgangs eða sá sem hefur úrgang í vörslu sinni.
                  c.      Ný orðskýring bætist við í réttri stafrófsröð, svohljóðandi: Losunarmörk: mörk fyrir leyfilega losun sem óheimilt er að fara yfir á einu eða fleiri tímabilum. Mörkin geta verið tilgreind sem massi, rúmmál, styrkur eða aðrar breytur.
     3.      Við 4. gr.
                  a.      2. málsl. 2. mgr. orðist svo: Heilbrigðisnefndir annast eftirlit með meðhöndlun á úrgangi sem fellur ekki undir eftirlit með starfsleyfi og fjallað er um í 10. gr.
                  b.      Í stað orðanna „2. mgr.“ í 1. málsl. 4. mgr. komi: 3. mgr.
     4.      Við 5. gr. Á eftir orðunum „að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar“ í 1. mgr. komi: og eftir atvikum heilbrigðisnefndar.
     5.      Við 10. gr.
                  a.      2. málsl. 2. mgr. falli brott.
                  b.      Við 3. mgr. bætist: samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.
     6.      Við 11. gr.
                  a.      Í stað orðanna „viðkomandi úrgangshafa“ í 2. mgr. komi: viðkomandi aðila.
                  b.      3. mgr. orðist svo:
                     Gjald sem sveitarfélag eða byggðasamlag innheimtir skal þó aldrei vera hærra en nemur þeim kostnaði sem fellur til í sveitarfélaginu við meðhöndlun úrgangs og tengda starfsemi sem samræmist markmiðum laga þessara.
     7.      Við 12. gr. Í stað orðsins „úrgangshafi“ komi: framleiðandi úrgangs eða sá sem hefur úrgang í vörslu sinni.
     8.      Við 16. gr. Á eftir orðunum „ákvörðun Umhverfisstofnunar“ í 3. málsl. komi: eða viðkomandi eftirlitsaðila.
     9.      Við 17. gr. Á eftir orðunum „Heimilt er Umhverfisstofnun“ í 6. mgr. komi: eða viðkomandi eftirlitsaðila.
     10.      Við 23. gr. Í stað orðanna „tveggja vikna“ í 2. mgr. komi: sex vikna“




Prentað upp.

     11.      Við 24. gr. 2. málsl. 1. mgr. orðist svo: Sé um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot að ræða varða brot á lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim fangelsi allt að fjórum árum.
     12.      Við ákvæði til bráðabirgða I. Í stað dagsetningarinnar „1. maí 2003“ í 1. mgr. komi: 31. desember 2003.
     13.      Ákvæði til bráðabirgða II orðist svo:
                  Frá gildistöku laga þessara til ársins 2010 skal starfa samráðsnefnd umhverfisráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um framkvæmd laganna. Nefndin skal skipuð sex mönnum, þremur samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga og þremur samkvæmt tilnefningu umhverfisráðherra. Nefndin skal fylgjast með þróun meðhöndlunar úrgangs hérlendis og á Evrópska efnahagssvæðinu. Sérstaklega skal nefndin fylgjast með hvernig markmiðum laganna er náð og meta þann kostnað sem hlýst af því. Nefndin skal skila árlegri skýrslu til umhverfisráðherra og Sambands íslenskra sveitarfélaga og setja fram eftir því sem þörf krefur tillögur um hvernig kostnaðinum verði mætt. Tilnefningaraðilar skulu bera kostnað vegna fulltrúa sinna í nefndinni.