Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 347. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1133  —  347. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um verðbréfaviðskipti.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttir.



     1.      Við 4. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo:
                  Fjármálafyrirtæki skulu starfa í samræmi við leiðbeiningarreglur sem Fjármálaeftirlitið gefur út um það hvað teljist góðir viðskiptahættir í verðbréfaviðskiptum.
     2.      Við 7. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo:
                  Staðlaðir viðvarandi samningar skulu bornir undir Fjármálaeftirlitið áður en þeir koma til framkvæmda.
     3.      Við 8. gr.
                  a.      1. málsliður orðist svo: Sala fjármálafyrirtækis eða milliganga þess um sölu á óskráðum verðbréfum og óskráðum afleiðusamningum til annarra en fagfjárfesta er háð því að lagt hafi verið mat á faglega þekkingu, fjárhag og reynslu viðskiptavinar, enda sé ekki um að ræða sölu eða milligöngu í almennu útboði verðbréfa.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Sala óskráðra verðbréfa og óskráðra afleiðusamninga.
     4.      Við 55. gr.
                  a.      Við 1. mgr. bætist nýr töluliður er orðist svo: réttindi og skyldur, skv. II. kafla.
                  b.      2. mgr. falli brott.