Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 13. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Nr. 14/128.

Þskj. 1168  —  13. mál.


Þingsályktun

um neysluvatn.


    Alþingi samþykkir að beina því til ríkisstjórnarinnar að
     a.      neysluvatn verði skilgreint sem auðlind í lögum,
     b.      málefni þess verði vistuð á einum stað í stjórnsýslunni og
     c.      stuðlað verði að útflutningi á fersku neysluvatni í samstarfi við vatnsútflutningsfyrirtæki og sveitarfélög.
    Gert er ráð fyrir að eftirlit með gæðum vatns verði áfram á vegum Hollustuverndar ríkisins (Umhverfisstofnunar frá 1. janúar 2003) og heilbrigðisnefnda sveitarfélaga.

Samþykkt á Alþingi 10. mars 2003.