Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 653. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1228  —  653. mál.




Nefndarálit



um frv. til fjáraukalaga fyrir árið 2003 vegna aðgerða í atvinnu- og byggðamálum.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund fulltrúa frá fjármálaráðuneytinu.
    Með frumvarpinu er lagt til að útgjöld árið 2003 aukist um 4.700 m.kr. og verði samtals 264,8 milljarðar kr. Er það í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar um átak í atvinnu- og byggðamálum frá 11. febrúar sl. með það að markmiði að efla atvinnutækifæri fram til þess tíma er áhrifa stóriðjuframkvæmda fer að gæta til fulls. Framlög til vegamála aukast um 3 milljarða kr., 1 milljarður kr. rennur til að framkvæma áætlun um menningarhús og fé til atvinnuþróunar er aukið um 700 m.kr.
    Meiri hluti nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Ásta Möller, Einar Már Sigurðarson og Kristján Pálsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 11. mars 2003.



Ólafur Örn Haraldsson,


form., frsm.


Einar Oddur Kristjánsson.


Ísólfur Gylfi Pálmason.



Arnbjörg Sveinsdóttir.


Drífa Hjartardóttir.