Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 132. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Nr. 17/128.

Þskj. 1250  —  132. mál.


Þingsályktun

um skipun nefndar til að kanna réttarstöðu samkynhneigðs fólks.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til þess að gera úttekt á réttarstöðu samkynhneigðs fólks á Íslandi. Skal nefndin jafnframt gera tillögur um úrbætur og nauðsynlegar aðgerðir til þess að jafna stöðu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra í samfélaginu.
    Í nefndinni eigi sæti fulltrúi forsætisráðuneytis, sem jafnframt verði formaður nefndarinnar, félagsmálaráðuneytis, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, menntamálaráðuneytis, dómsmálaráðuneytis og hagsmunasamtaka samkynhneigðra. Sérstakur starfsmaður verði nefndinni til aðstoðar.
    Nefndin skili Alþingi skýrslu og tillögum eigi síðar en 15. janúar 2004.

Samþykkt á Alþingi 11. mars 2003.