Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 600. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1257  —  600. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um Póst- og fjarskiptastofnun.

Frá meiri hluta samgöngunefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur frá samgönguráðuneytinu, Sigurjón Ingvason frá Póst- og fjarskiptastofnun, Pál Ásgrímsson frá Landssímanum og Ágúst Sindra Karlsson og Ingvar Garðarsson frá Íslandssíma.
    Þá bárust nefndinni umsagnir frá Íslandssíma hf., Persónuvernd, Landssíma Íslands hf., Póst- og fjarskiptastofnun, Vélstjórafélagi Íslands, Félagi íslenskra skipstjórnarmanna, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands og Byggðastofnun.
    Með frumvarpinu er lagt til að lögfest verði ný heildarlög um Póst- og fjarskiptastofnun. Breytingarnar sem lagðar eru til leiðir af þeim breytingum sem gerðar hafa verið á lögum um póstþjónustu og nú er lagt til að gerðar verði á lögum um fjarskipti, sbr. frumvarp til laga um fjarskipti sem liggur fyrir þinginu.
    Helstu breytingar frá gildandi lögum samkvæmt frumvarpinu eru að verkefnalisti Póst- og fjarskiptastofnunar er endurskoðaður, m.a. með hliðsjón af samruna fjarskipta- og upplýsingatækni, kveðið er nánar á um upplýsingaskyldu fjarskiptafyrirtækja og póstrekenda, kveðið er á um umsagnarrétt hagsmunaaðila áður en stofnunin tekur veigamiklar ákvarðanir, kveðið er á um skyldu Póst- og fjarskiptastofnunar til að hafa samráð við Eftirlitsstofnun EFTA og eftirlitsstofnanir í öðrum ríkjum EES, nánar er kveðið á um rétt neytenda og fjarskiptafyrirtækja til að bera fram kvartanir og loks er gjaldaheimildum laganna breytt.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Magnús Stefánsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 11. mars 2003.



Guðmundur Hallvarðsson,


form., frsm.


Hjálmar Árnason.


Arnbjörg Sveinsdóttir.



Sigríður Ingvarsdóttir.


Árni R. Árnason.


Lúðvík Bergvinsson.



Jóhann Ársælsson.