Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 34. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1279  —  34. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um að spornað verði við uppsögnum eða mismunun í starfi vegna aldurs.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið umsagnir frá Biskupsstofu, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Landssambandi eldri borgara, Eyþingi, Öryrkjabandalagi Íslands, Bandalagi háskólamanna, Kvenréttindafélagi Íslands, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Samtökum sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra, Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Samtökum atvinnulífsins.
    Í tillögunni er lagt til að Alþingi feli ríkisstjórninni að kanna á hvern hátt unnt er með lagasetningu að sporna við því að fólk sé látið gjalda aldurs á vinnustað, hvort heldur er með uppsögnum eða mismunun í starfi. Í því skyni verði skipuð nefnd með fulltrúum samtaka launafólks, auk fulltrúa stjórnmálaflokka á þingi, sem skal skila áliti innan árs.
    Nefndin telur að hér sé um þarft málefni að ræða og leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.
    Guðrún Ögmundsdóttir og Kristján Pálsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 12. mars 2003.



Arnbjörg Sveinsdóttir,


form., frsm.


Pétur H. Blöndal.


Magnús Stefánsson.



Ásta R. Jóhannesdóttir.


Steingrímur J. Sigfússon.


Drífa Hjartardóttir.



Jónína Bjartmarz.