Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 664. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1288  —  664. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 167/2002, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Önnu Jóhannsdóttur og Ernu S. Hallgrímsdóttur frá utanríkisráðuneyti.
    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 167/2002 frá 6. desember 2002, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/24/EB frá 4. apríl 2001, um endurskipulagningu og slit lánastofnana.
    Megintilgangur tilskipunarinnar er að tryggja gagnkvæma viðurkenningu á aðgerðum ríkja Evrópska efnahagssvæðisins og samvinnu varðandi endurskipulagningu fjárhags og slit lánastofnana og vissa lágmarkssamræmingu landsreglna um þessi atriði.
    Innleiðing tilskipunarinnar kallar á lagabreytingar hér á landi og samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneyti mun stefnt að því að leggja fram frumvarp til nauðsynlegra lagabreytinga á 130. löggjafarþingi, en undirbúningur að innleiðingu tilskipunarinnar er nýlega hafinn.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Lára Margrét Ragnarsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.


Alþingi, 12. mars 2003.



Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Rannveig Guðmundsdóttir.


Magnús Stefánsson.



Þórunn Sveinbjarnardóttir.


Björn Bjarnason.


Steingrímur J. Sigfússon.



Einar K. Guðfinnsson.


Jónína Bjartmarz.