Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 639. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1290  —  639. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 164/2002 og 165/2002, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Önnu Jóhannsdóttur frá utanríkisráðuneyti og Þóru Hjaltested frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvarðanir sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 164/2002 og 165/2002 frá 6. desember 2002, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/12/EB frá 5. mars 2002, um breytingu á tilskipun ráðsins 79/267/EBE að því er varðar kröfu um gjaldþol líftryggingafyrirtækja, og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/13/EB frá 5. mars 2002, um breytingu á tilskipun ráðsins 73/239/EBE að því er varðar kröfu um gjaldþol skaðatryggingafyrirtækja.
    Meginmarkmið tilskipananna er breytingar á reglum um gjaldþol vátryggingafélaga en það felur m.a. í sér að lágmarksfjárhæðir gjaldþols eru hækkaðar verulega miðað við gildandi íslenskan rétt og taka þarf inn bein ákvæði um matsheimildir eftirlitsstjórnvalda og skyldu þeirra til afskipta af málum telji þau réttindum vátryggingartaka stefnt í hættu. Þá verða kröfur vegna tiltekinna skilgreindra aðstæðna auknar í einhverjum tilfellum.
    Innleiðing tilskipananna kallar á lagabreytingar hér á landi og lagði viðskiptaráðherra fram lagafrumvarp þess efnis á haustþingi (377. mál, þskj. 429) sem var afgreitt sem lög frá Alþingi hinn 10. mars sl.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Steingrímur J. Sigfússon var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    

Alþingi, 5. mars 2003.



Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Rannveig Guðmundsdóttir.


Magnús Stefánsson.



Þórunn Sveinbjarnardóttir.


Björn Bjarnason.


Einar K. Guðfinnsson.



Jónína Bjartmarz.


Katrín Fjeldsted.