Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 638. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1291  —  638. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 142/2002, um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Önnu Jóhannsdóttur frá utanríkisráðuneyti og Kristínu Helgu Markúsdóttur frá samgönguráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 142/2002 frá 8. nóvember 2002, um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 889/2002 frá 13. maí 2002, um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 2027/97 um bótaábyrgð flugfélaga vegna slysa.
    Megintilgangur reglugerðarinnar er að samræma regluverk um bótaábyrgð flugfélaga vegna slysa og tengist samþykkt nýs sáttmála um samræmingu tiltekinna reglna um loftflutninga milli landa, svokallaðs Montreal-samnings frá 1999.
    Innleiðing reglugerðarinnar kallar á lagabreytingar hér á landi og er gert ráð fyrir að frumvarp til laga um breytingu á loftferðalögum verði lagt fram á 130. löggjafarþingi. Jafnframt er gert ráð fyrir að Ísland fullgildi Montreal-samninginn.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Steingrímur J. Sigfússon var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    

Alþingi, 5. mars 2003.



Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Rannveig Guðmundsdóttir.


Magnús Stefánsson.



Þórunn Sveinbjarnardóttir.


Björn Bjarnason.


Einar K. Guðfinnsson.



Jónína Bjartmarz.


Katrín Fjeldsted.