Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 619. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1292  —  619. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 172/2002, um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Önnu Jóhannsdóttur frá utanríkisráðuneyti og Gylfa Kristinsson frá félagsmálaráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 172/2002 frá 6. desember 2002, um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/14/EB frá 11. mars 2002, um almennan ramma um upplýsingamiðlun til launamanna og samráð við þá innan Evrópubandalagsins; sameiginlega yfirlýsingu Evrópuþingsins, ráðsins og framkvæmdastjórnarinnar um fyrirsvar starfsmanna.
    Markmið tilskipunarinnar er að setja fram lágmarksskilyrði um rétt starfsmanna til upplýsinga og samráðs innan fyrirtækja og er aðildarríkjunum falið að skilgreina hvernig staðið skuli að því í samræmi við lög og venjur sem gilda í samskiptum aðila vinnumarkaðarins í hverju landi. Gert er ráð fyrir því að aðildarríkin geti valið fyrir hversu stór fyrirtæki tilskipunin skuli gilda, þ.e. hvort hún gildi um fyrirtæki sem hafa a.m.k. 50 starfsmenn í vinnu eða a.m.k. 20 starfsmenn.
    Aðildarríkjunum er falið að ákveða hvort efni hennar verði innleitt með lagasetningu eða ákvæðum í kjarasamningum.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Steingrímur J. Sigfússon var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 5. mars 2003.



Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Rannveig Guðmundsdóttir.


Magnús Stefánsson.



Þórunn Sveinbjarnardóttir.


Björn Bjarnason.


Einar K. Guðfinnsson.



Jónína Bjartmarz.


Katrín Fjeldsted.