Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 55. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1304  —  55. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um aðgerðir til verndunar búsetu og menningarlandslags í Árneshreppi.

Frá umhverfisnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og bárust umsagnir um það frá Bændasamtökum Íslands, Landvernd, oddvita Árneshrepps og Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða hf.
    Nefndin telur að stuðla eigi að verndun þess menningararfs sem felst í búsetu og búsetuminjum í jaðarbyggðum Íslands. Við umfjöllun málsins var bent á að jaðarbyggðir landsins endurspegli mjög vel tengsl þjóðarinnar við landið í aldanna rás og með hvaða hætti þjóðin nýtti sér gæði þess sér til lífsviðurværis. Því væru þær afar mikilvægur þáttur í menningarsögu þjóðarinnar.
    Árneshreppur á Ströndum er á margan hátt einstök jaðarbyggð, landfræðilega afmarkaður, nokkuð þéttbýll, auk þess sem þar er að finna fjölbreyttar minjar um búsetu, atvinnuhætti og sögu þjóðarinnar.
    Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar.
    Ísólfur Gylfi Pálmason, Jóhann Ársælsson, Kolbrún Halldórsdóttir og Kristján Pálsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 12. mars 2003.



Magnús Stefánsson,


form., frsm.


Þórunn Sveinbjarnardóttir.


Katrín Fjeldsted.



Gunnar Birgisson.


Ásta Möller.