Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 180. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1339  —  180. mál.




Breytingartillögur



við frv. til barnalaga.

Frá allsherjarnefnd.



     1.      Við 4. gr. 1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Nú gengst karlmaður, sem kona kennir barn sitt, við faðerni þess með skriflegri yfirlýsingu sinni fyrir sýslumanni, fyrir dómara í máli skv. II. kafla eða bréflega, og telst hann þá faðir barnsins.
     2.      Við 1. málsl. 1. mgr. 10. gr. bætist: enda hafi barnið ekki verið feðrað.
     3.      Á eftir 1. málsl. 5. mgr. 32. gr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Sýslumaður skal senda Þjóðskrá ljósrit af staðfestum samningi foreldra um forsjá.
     4.      Við 35. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Ákvæði 6. mgr. 34. gr. á við um úrskurði skv. 1.–3. mgr.
     5.      Við 38. gr. 2. mgr. falli brott.
     6.      Við 43. gr. 4. mgr. orðist svo:
                  Ef þörf er á skal dómari tilkynna til barnaverndarnefndar um aðstæður barns. Ber barnaverndarnefnd að taka málið til meðferðar á grundvelli ákvæða barnaverndarlaga og beita viðeigandi úrræðum til stuðnings barni þegar það á við.
     7.      Í stað orðsins „tilsjónarmanns“ í 1. málsl. 4. mgr. 48. gr. komi: umsjónarmanns.
     8.      Í stað orðanna „á framfærslurétt hér á landi“ í 67. gr. komi: búsettur er hér á landi.
     9.      Við 74. gr.
                  a.      Orðin „í samræmi við 4. mgr. 43. gr.“ falli brott.
                  b.      Við bætist tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Ef þörf er á skal sýslumaður tilkynna barnaverndarnefnd um aðstæður barns. Ber barnaverndarnefnd að taka málið til meðferðar á grundvelli ákvæða barnaverndarlaga og beita viðeigandi úrræðum til stuðnings barni þegar það á við.
     10.      Við 80. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Lög þessi taka gildi 1. nóvember 2003.











Prentað upp á ný.