Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 180. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1343  —  180. mál.




Breytingartillögur



við frv. til barnalaga.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



     1.      Við 31. gr. 1. og 2. mgr. orðist svo:
                  Við skilnað foreldra að borði og sæng og við lögskilnað, svo og við slit óvígðrar sambúðar foreldra, skulu þeir ákveða hvar barn skuli eiga lögheimili og þar með að jafnaði hafa búsetu.
                  Foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns nema sérstaklega sé samið um að forsjá þess skuli vera í höndum annars hvors.
     2.      Við 32. gr.
                  a.      1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Foreldrar, sem ekki fara sameiginlega með forsjá barns, geta samið um að forsjáin verði sameiginleg.
                  b.      Í stað orðanna „samningur um sameiginlega“ í 2. mgr. komi: sameiginleg.