Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 550. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1387  —  550. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Frá félagsmálanefnd.



     1.      Efnismálsliður b-liðar 9. gr. orðist svo: um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum.
     2.      Síðari málsliður 5. efnismgr. 16. gr. orðist svo: Hættulegur efnaúrgangur og spilliefni skulu geymd með öruggum hætti á vinnustað.
     3.      Við 17. gr.
                  a.      1. efnismgr. orðist svo:
                       Vinnueftirlit ríkisins gefur út eiturefnaleyfi til einstaklinga og fyrirtækja sem við framkvæmd vinnu nota að staðaldri eiturefni eða efnavöru sem flokkast sem eiturefni að uppfylltum skilyrðum 50. gr. og reglugerðar sem sett er skv. 3. mgr. Í eiturefnaleyfi skal tilgreina þau efni sem leyfið nær til. Þetta ákvæði á ekki við um eiturefnaleyfi fyrir varnarefni, nagdýra- og skordýraeitur. Vinnueftirlit ríkisins skal árlega láta Umhverfisstofnun í té upplýsingar um leyfishafa og um hvaða eiturefni leyfið á við.
                  b.      Í stað orðanna „flutning og notkun efna eða efnavara sem geta stofnað heilsu starfsmanna í hættu eða leitt til lakari aðbúnaðar á vinnustöðum“ í 3. efnismgr. komi: flutning efna og efnavöru á vinnustöðum og notkun þeirra sem geta stofnað heilsu starfsmanna í hættu eða leitt til lakari aðbúnaðar á vinnustöðum.
     4.      Á eftir tilvísuninni „sbr. þó 53.“ í 2. tölul. b-liðar 19. gr. (52. gr. a) komi: 53. gr. a.
     5.      Í stað 1. málsl. og orðanna „Hann eða starfsmenn hans skulu því hafa menntun á heilbrigðissviði“ í 2. málsl. 3. efnismgr. 25. gr. komi: Þjónustuaðili sem veitir heildstæða þjónustu á sviði öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum skal hafa aðgang að sérfræðingum sem Vinnueftirlit ríkisins hefur viðurkennt að hafi fullnægjandi þekkingu á heilbrigðissviði.
     6.      Á eftir orðunum „án ástæðulauss dráttar“ í 1. málsl. 1. efnismgr. 38. gr. komi: og eigi síðar en innan sólarhrings.