Rannsókn kjörbréfa

Mánudaginn 26. maí 2003, kl. 20:41:05 (36)

2003-05-26 20:41:05# 129. lþ. 0.94 fundur 1#B rannsókn kjörbréfa#, GAK (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 0. fundur, 129. lþ.

[20:41]

Guðjón A. Kristjánsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég kem í ræðustól til að taka undir orð hv. þm. Bryndísar Hlöðversdóttur, ósk hennar um að gert verði örstutt hlé og fundað með okkur þingflokksformönnunum um hvernig morgundagurinn eigi að vera þannig að við getum upplýst okkar fólk um framhaldið. Ég tel það eðlilegt. Þessi fór eins og hann fór. Ég tel eðlilegt að við fáum að vita hvernig morgundeginum verður háttað og við getum komið þeim skilaboðum til okkar fólks þegar við hittum það á eftir.