Rannsókn kjörbréfa

Þriðjudaginn 27. maí 2003, kl. 13:43:38 (47)

2003-05-27 13:43:38# 129. lþ. 1.94 fundur 1#B rannsókn kjörbréfa#, LB (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 1. fundur, 129. lþ.

[13:43]

Lúðvík Bergvinsson (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Nú má segja sem svo að þingið hafi kveðið upp sinn dóm um lögmæti kosninganna. Sú tillaga sem hér var lögð fram áðan fól í sér að rannsakaðar yrðu frekar þær ásakanir sem fram hafa komið um framkvæmd kosninganna en þingið varð ekki við því. Þar af leiðandi hefur þingið samkvæmt 40. gr. stjórnarskrárinnar samþykkt og viðurkennt lögmæti kosninganna.

Sú atkvæðagreiðsla sem fer núna fram er aðeins um kjörbréfin og ég vil því segja fyrir hönd þingmanna Samfylkingarinnar að við munum styðja og samþykkja þá tillögu sem hér liggur fyrir um kjörbréfin.