Drengskaparheit unnin

Þriðjudaginn 27. maí 2003, kl. 13:47:25 (50)

2003-05-27 13:47:25# 129. lþ. 1.97 fundur 72#B drengskaparheit unnin#, Aldursforseti HÁs
[prenta uppsett í dálka] 1. fundur, 129. lþ.

[13:47]

Aldursforseti (Halldór Ásgrímsson):

Samkvæmt 2. gr. þingskapa ber þeim alþingismönnum sem nú taka sæti á Alþingi í fyrsta sinn að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni. Af hinum 18 nýkjörnu þingmönnum hafa fimm áður setið á Alþingi sem varamenn og báðir varaþingmennirnir sem nú sitja á Alþingi hafa gert það einnig. 13 nýir þingmenn undirrita því drengskaparheit á þessum fundi en þeir eru þingmennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson, Árni Magnússon, Birgir Ármannsson, Birkir J. Jónsson, Bjarni Benediktsson, Dagný Jónsdóttir, Guðjón Hjörleifsson, Gunnar Örlygsson, Helgi Hjörvar, Katrín Júlíusdóttir, Magnús Þór Hafsteinsson, Sigurjón Þórðarson og Sigurður Kári Kristjánsson.

Ég vil biðja skrifstofustjóra að færa þingmönnum heitstafinn til undirritunar.