Tilkynning um dagskrá

Miðvikudaginn 28. janúar 2004, kl. 13:43:45 (3516)

2004-01-28 13:43:45# 130. lþ. 52.98 fundur 261#B tilkynning um dagskrá#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur, 130. lþ.

[13:43]

Forseti (Halldór Blöndal):

Um klukkan hálffjögur í dag fer fram umræða utan dagskrár um ástandið í Írak. Málshefjandi er hv. þm. Guðmundur Árni Stefánsson. Hæstv. utanrrh. Halldór Ásgrímsson verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.

Ég vil taka fram að búast má við að þingfundi verði fram haldið kl. 6 þegar þingflokksfundum lýkur svo að hægt sé að svara þeim fyrirspurnum sem eru á dagskrá.