Skattar á vistvæn ökutæki

Miðvikudaginn 28. janúar 2004, kl. 14:45:30 (3543)

2004-01-28 14:45:30# 130. lþ. 52.6 fundur 398. mál: #A skattar á vistvæn ökutæki# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., MÁ
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur, 130. lþ.

[14:45]

Mörður Árnason:

Forseti. Ég tel að þessi umræða sé ákaflega þörf og út af fyrir sig er ástæða til að fagna jákvæðum undirtektum hæstv. umhvrh. Það er hins vegar svo með aðgerðir á þessu sviði, í einmitt skattamálum og í gjaldamálum, að þær geta öðru fremur orðið til þess að vekja áhuga almennings og þeirra sem að málunum koma á hlutunum með því að búa til þessa hagrænu hvata. En þá verður að gera það á ákveðinn hátt. Þá þýðir ekki að láta það malla í samráðsnefndum ráðuneyta daginn út og inn.

Dæmi eru um þetta í Íslandssögunni, í stjórnmálasögunni. Dæmi er t.d. það að í upphafi tölvubyltingar felldi Ragnar Arnalds, sem þá var fjmrh., niður söluskatt, sem þá svo hét, á tölvum og tölvubúnaði. Það tókst feikilega vel. En hann gerði það auðvitað með miklum bravúr, Ragnar, eins og hans var vandi og endaði sína farsælu þingtíð í þingflokki Samfylkingarinnar og er þar með einn af forverum okkar sem hér stöndum.

Það er svona sem á að vinna þetta en ekki láta þetta malla í nefndum, ágæti forseti.