Skipan nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi

Mánudaginn 02. febrúar 2004, kl. 15:18:27 (3682)

2004-02-02 15:18:27# 130. lþ. 54.1 fundur 274#B skipan nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi# (óundirbúin fsp.), viðskrh.
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 130. lþ.

[15:18]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Mér finnst broslegt að heyra hv. þm., formann Alþýðuflokksins, tala um helmingaskiptareglu. Hver hefur gengið lengra í sambandi við helmingaskiptingu en einmitt Alþýðuflokkurinn og Sjálfstfl. þegar þeir gátu ekki komið sér saman um formann í nefnd og það var svokölluð tvíhöfða nefnd sem þá var að störfum. Er hægt að ganga lengra í því að viðhafa þessa svokölluðu helmingaskiptareglu?

Ég er sannfærð um að ef hv. þm. hefði haft þá aðstöðu að sitja í ríkisstjórn núna hefði hann viljað hafa samráð við samstarfsflokkinn um hverjir skipuðu slíka nefnd og það er ekkert launungarmál að það var gert í þessu tilfelli.

Ég endurtek það að nefndin er vel skipuð körlum og konum og ég vænti mikils af því starfi sem fram undan er.