Skipan nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi

Mánudaginn 02. febrúar 2004, kl. 15:20:04 (3684)

2004-02-02 15:20:04# 130. lþ. 54.1 fundur 274#B skipan nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi# (óundirbúin fsp.), viðskrh.
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 130. lþ.

[15:20]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Mig rámar eitthvað í að Alþýðuflokkurinn hafi átt aðild að ríkisstjórn fyrir ekki svo mörgum árum og að nánast allir ráðherrarnir úr ríkisstjórninni hafi farið í ákveðin embætti úti í bæ. Það er hægt að telja þá upp, Karl og Eið, fyrrv. hv. þm. og ráðherra. Ég held því að þessi ferð hv. þm. í pontuna hafi verið honum lítið til framdráttar.

(Forseti (HBl): Ég vil minna á að það ber að nefna menn fullu nafni.)