Málefni Þjóðminjasafns

Mánudaginn 02. febrúar 2004, kl. 15:29:24 (3692)

2004-02-02 15:29:24# 130. lþ. 54.1 fundur 276#B málefni Þjóðminjasafns# (óundirbúin fsp.), MÁ
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 130. lþ.

[15:29]

Mörður Árnason:

Forseti. Það er stundum þannig að menn glata hinu sögulega minni og ekki er ljóst hvernig staðið er að smíði og byggingu húsa úr fortíðinni. Um þetta hús er nánast allt ljóst. Það var ákveðið 1944, það er ekki eldra. Sögulegar heimildir frá þeim tíma eru nokkuð glöggar, þrátt fyrir allt, og það var auðvitað ljóst að hægt var að gera áætlun um þetta og haga þessu öðruvísi en hæstv. menntamálaráðherrar Sjálfstfl. hafa haft gæfu til að gera með sífelldum frestunum o.s.frv.

[15:30]

Ég vil að lokum spyrja hæstv. menntmrh.: Er ástæða þessarar frestunaróvissu kannski sú að ekkert fé er veitt á fjárlögum til að opna safnið og aðeins almenn fjárveiting fyrir hendi? Í framhaldi af því spyr ég: Hvernig gengur að fá þá aukafjárveitingu sem þarf til til að opna safnið síðar á árinu eða í sumar eins og hún hefur lofað?