Erfðafjárskattur

Mánudaginn 02. febrúar 2004, kl. 17:05:56 (3725)

2004-02-02 17:05:56# 130. lþ. 54.6 fundur 435. mál: #A erfðafjárskattur# (heildarlög) frv., GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 130. lþ.

[17:05]

Gunnar Birgisson (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi síðasta atriðið sem hv. þm. kom inn á. Hann hefur væntanlega hlustað á orð fjmrh. eins og ég þar sem hann tók fram að í tengslum við næstu kjarasamninga mundu menn kíkja á frekari skattalækkanir.

Sjálfstfl. hefur venjulega staðið við loforð sín varðandi skattalækkanir. Hann mun gera það væntanlega á þessu kjörtímabili sem hann hefur gert hin fyrri. Ég get alveg róað hv. þingmann niður með því máli. Varðandi þungaskatt og bensíngjaldið, til að fara í gegnum það enn og aftur, var það einungis hækkað til að ná sama verðgildi þess eins og var þremur árum áður og var það tæplega, það vantaði á. Það var því skattalækkun en ekki skattahækkun.

Ég fagna því ef Samf. ætlar að styðja þetta frv. með ríkisstjórninni. Og ég segi: Batnandi mönnum er best að lifa.