Erfðafjárskattur

Mánudaginn 02. febrúar 2004, kl. 17:47:01 (3740)

2004-02-02 17:47:01# 130. lþ. 54.6 fundur 435. mál: #A erfðafjárskattur# (heildarlög) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 130. lþ.

[17:47]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Þjónustu sem nýbúið er að auka er verið að skerða. Þjónustu, sem var aukin á síðasta ári, er verið að skerða. Í heild sinni er verið að segja upp 50 manns en á síðasta ári bættust við 113 stöðugildi hjá þessu fyrirtæki.

Ég vil nefna í þessu sambandi að það er verið að segja upp verslunarfólki í Reykjavík, því miður. Það komu fréttir um að verið er að segja upp 20 manns hjá verktakafyrirtæki á Suðurnesjum. Það er sennilega miklu stærri hluti af starfsmönnum þess fyrirtækis, og það kveinar enginn undan því.