Boðun til ríkisráðsfundar

Þriðjudaginn 03. febrúar 2004, kl. 13:40:58 (3754)

2004-02-03 13:40:58# 130. lþ. 55.91 fundur 285#B boðun til ríkisráðsfundar# (aths. um störf þingsins), GAK
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 130. lþ.

[13:40]

Guðjón A. Kristjánsson:

Virðulegi forseti. Í ljósi þess sem hér hefur verið upplýst, bæði af hæstv. forsrh. og hæstv. forseta þingsins, mætti nú spyrja: Úr því að það lá fyrir að forsetinn var í einkaerindum eftir 30. janúar, hvers vegna var honum þá ekki gert viðvart? Varla hafa þau einkaerindi verið það bráð að hann þyrfti að sinna þeim ef til ríkisráðsfundar kæmi, enda hefur forsetinn sjálfur lýst því yfir að honum hefði ekki verið neitt að vanbúnaði að koma til landsins. Þess vegna er eðlilegt að spurt sé: Hvers vegna var hann ekki látinn vita úr því að hann var kominn í einkaerindi eftir 30. janúar?