Náttúruverndaráætlun 2004--2008

Þriðjudaginn 03. febrúar 2004, kl. 14:47:18 (3767)

2004-02-03 14:47:18# 130. lþ. 55.3 fundur 477. mál: #A náttúruverndaráætlun 2004--2008# þál., umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 130. lþ.

[14:47]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Menn þurfa þá að skilgreina hvað þeir vilja nákvæmlega að náttúrustofurnar geri. Hér sagði hv. þm. að náttúrustofurnar ættu að hafa vísindahlutverk varðandi verndunina og eftirlitshlutverk varðandi verndunina. Það er alveg tvennt ólíkt þannig að það verður þá að skilgreina nákvæmlega hvað náttúrustofurnar eiga að gera ef þær eiga að hafa hlutverk en að sjálfsögðu verða þær í samráði.

Um þessar mundir er samstarf á milli Náttúrufræðistofnunar Íslands og Umhverfisstofnunar og náttúrustofanna samkvæmt samningi þannig að þessir aðilar hafa fundað til þess að ræða samstarf sitt. Ég vona að virðulegur þingmaður sé að hlusta á svarið sem hann er að biðja um en niðurstaðan er að fara sérstaklega yfir hugsanleg verkefni sem m.a. tengjast friðlýstum svæðum. Þessir aðilar eru núna að ræða það mál, Umhverfisstofnun, Náttúrustofnun Íslands og náttúrustofurnar. En menn verða auðvitað að hafa mjög skýrt fyrir sér hvert hlutverk þeirra verður ef því t.d. fylgja fjármunir o.s.frv.