Afgreiðsla stjórnarfrumvarps um fjármálafyrirtæki

Miðvikudaginn 04. febrúar 2004, kl. 13:45:24 (3828)

2004-02-04 13:45:24# 130. lþ. 56.91 fundur 286#B afgreiðsla stjórnarfrumvarps um fjármálafyrirtæki# (aths. um störf þingsins), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 130. lþ.

[13:45]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Virðulegi forseti. Það er alveg óþarfi af hv. þingmanni að spyrja forseta út úr með þessum hætti. Þetta er stjfrv. og það er óskað eftir því við þingheim af hálfu þeirra sem flytja málið, ríkisstjórnarinnar, að leitað verði afbrigða. Forseti ber þá ósk undir þingheim. Þetta er ekki að frumkvæði þingforsetans þannig að það er alveg óþarfi að vera að spyrja þingforseta út úr með þeim hætti eins og gert er.

Ég hef fulla trú á því að hv. þm. Pétur Blöndal geti stjórnað fundum efh.- og viðskn., hann er þar hvergi vanhæfur eins og við þekkjum. Menn hafa ruglað saman vanhæfisreglum hér. Það hefur ekkert með það að gera, það er ruglað saman vanhæfisreglum sveitarfélaga við þingið, ég hygg að menn séu komnir út úr því. En þá má heldur ekki, hv. þingmaður, rugla þeim saman við hlutverk forsetans sem er hér að bera upp óskir ríkisstjórnarinnar til þingheims. Þingheimur segir síðan já eða nei. Það er alveg óþarfi að vera að þýfga þingforseta um þetta sérstaklega.