Afgreiðsla stjórnarfrumvarps um fjármálafyrirtæki

Miðvikudaginn 04. febrúar 2004, kl. 13:48:25 (3830)

2004-02-04 13:48:25# 130. lþ. 56.91 fundur 286#B afgreiðsla stjórnarfrumvarps um fjármálafyrirtæki# (aths. um störf þingsins), PHB (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 130. lþ.

[13:48]

Pétur H. Blöndal:

Hæstv. forseti. Hv. þm. Guðmundur Árni Stefánsson sagði að ég væri vanhæfur vegna þess að ég hefði persónulega hagsmuni af þessu máli. Þessu hefur verið haldið fram aftur og aftur með engum rökum. Málið er það að ef SPRON yrði ekki breytt í hlutafélag mundi ég græða meira á því að sitja í stjórn en að selja stofnbréfin mín. Það er nú bara þannig.

Það er fáránlegt að vera að blanda saman pólitískum hagsmunum og því að ég hafi einhverja persónulega hagsmuni. Ég hef vissulega mikla pólitíska hagsmuni af þessu.