Fjármálafyrirtæki

Miðvikudaginn 04. febrúar 2004, kl. 14:08:47 (3834)

2004-02-04 14:08:47# 130. lþ. 56.7 fundur 550. mál: #A fjármálafyrirtæki# (stofnfjárhlutur í sparisjóði, stjórn sjálfseignarstofnunar o.fl.) frv. 4/2004, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 130. lþ.

[14:08]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Frú forseti. Ég fagna þessari umræðu um sparisjóðina og því að hæstv. viðskrh. Valgerður Sverrisdóttir láti sig varða málefni sparisjóðanna. Hæstv. viðskrh. hefur skipt um skoðun frá því um áramót. Þá taldi hún málið ekki varða stjórnvöld þar sem salan væri eitthvað sem væri að gerast úti á markaðnum, þetta væri allt annar gerningur en stóð til að ætti sér stað sumarið 2002. Þess vegna væri fróðlegt að fá að heyra hæstv. ráðherra segja hvað hefur breyst og hvað er með öðrum hætti nú en sumarið 2002 þegar til stóð að breyta sparisjóðum í hlutafélög.