Fjárhagsvandi Háskóla Íslands

Fimmtudaginn 05. febrúar 2004, kl. 10:33:33 (3883)

2004-02-05 10:33:33# 130. lþ. 57.95 fundur 296#B fjárhagsvandi Háskóla Íslands# (umræður utan dagskrár), Forseti JBjart
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 130. lþ.

[10:33]

Forseti (Jónína Bjartmarz):

Áður en gengið er til dagskrár fer fram umræða utan dagskrár um fjárhagsvanda Háskóla Íslands. Málshefjandi er hv. þm. Björgvin G. Sigurðsson. Hæstv. menntmrh., Þorgerður K. Gunnarsdóttir, verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.