Fjármálafyrirtæki

Fimmtudaginn 05. febrúar 2004, kl. 22:17:28 (3922)

2004-02-05 22:17:28# 130. lþ. 58.1 fundur 550. mál: #A fjármálafyrirtæki# (stofnfjárhlutur í sparisjóði, stjórn sjálfseignarstofnunar o.fl.) frv. 4/2004, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur, 130. lþ.

[22:17]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Hér er lagt til að í samþykktum sparisjóða verði kveðið á um rétt viðskiptavina sparisjóða til að taka þátt í útboði á nýju stofnfé. Í ljósi breyttra þjóðfélagshátta og sterkra tengsla sparisjóðanna við starfssvæði sín tel ég nauðsynlegt að hverfa frá því að handvalið sé í flokk stofnfjáreigenda við útgáfu á nýju stofnfé.

Hér er með öðrum orðum lagt til að klúbbarnir verði opnaðir. Sem betur fer hafa stærstu sparisjóðirnir, velflestir, opnað á hóp stofnfjáreigenda á liðnum árum en enn þá eru þeir örfáir eftir sem þurfa að taka sig á. Hér er lagt til að festa það í lög þannig að engin ástæða sé til þess að ætla það að einstaklingum og viðskiptamönnum sé mismunað þegar valið er í þennan mikilvæga hóp. Ég segi já.