Fjármálafyrirtæki

Fimmtudaginn 05. febrúar 2004, kl. 22:23:16 (3924)

2004-02-05 22:23:16# 130. lþ. 58.1 fundur 550. mál: #A fjármálafyrirtæki# (stofnfjárhlutur í sparisjóði, stjórn sjálfseignarstofnunar o.fl.) frv. 4/2004, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur, 130. lþ.

[22:23]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Hér fjöllum við um það ákvæði að í stjórn sjálfseignarstofnunar sem ræður öllu í sparisjóðunum eftir hluthafavæðinguna skulu skipaðir aðilar af opinberum aðilum, þ.e. tveimur ráðherrum og sveitarstjórnum. Hér er verið að ræða um ríkisvæðingu sem gengur þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar sem hefur verið að minnka áhrif opinberra aðila í atvinnulífinu.

Hér er enn fremur sú breyting sem veldur því að samningar KB-banka og SPRON geti ekki staðist. Hér er sem sagt verið að ráðast gegn ákveðnum samningi sem gerður hefur verið í samræmi við lög. Þetta er brot á réttarríkinu og ég segi nei.