Afbrigði

Fimmtudaginn 05. febrúar 2004, kl. 22:29:17 (3927)

2004-02-05 22:29:17# 130. lþ. 59.94 fundur 306#B afbrigði# (afbrigði við dagskrá), PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur, 130. lþ.

[22:29]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Það kom fram fyrr í umræðu hér á hinu háa þingi að hæstv. viðskrh. lýsti því yfir að þessum lögum væri ekki beint gegn samningi KB-banka og SPRON. Þar af leiðandi liggur ekkert á að samþykkja frv. sem lög. Það liggur ekkert á, við getum tekið góðan tíma. Við getum hugsanlega haldið fund í hv. efh.- og viðskn. og fengið lögfræðiálit sem nauðsynlegt er við vandaða lagasetningu. Ég segi nei við því að flýta þessu máli.