Svar við fyrirspurn

Þriðjudaginn 10. febrúar 2004, kl. 13:42:31 (3987)

2004-02-10 13:42:31# 130. lþ. 61.91 fundur 311#B svar við fyrirspurn# (aths. um störf þingsins), GAK
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 130. lþ.

[13:42]

Guðjón A. Kristjánsson:

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir þau tilmæli hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar sem hóf þessa umræðu að fjmrh. gefi fullnægjandi skýringar á því hvernig þessum málum er háttað. Ég minnist þess ekki, hæstv. forseti, að sú staða hafi komið upp áður hér á landi að sveitarfélögum hafi ekki borist skattgreiðslur vegna erlendra starfsmanna sem vinna hér á landi og því er hér um nokkurt nýmæli að ræða. Ég minnist þess ekki að þetta hafi komið fyrir áður. Það er eðlilegt að fjmrh. gefi okkur nákvæmar skýringar á því hvernig á þessu einstaka máli standi. (Landbrh.: Hann er ekki hér.) Ég sé það.