Svar við fyrirspurn

Þriðjudaginn 10. febrúar 2004, kl. 13:49:33 (3991)

2004-02-10 13:49:33# 130. lþ. 61.91 fundur 311#B svar við fyrirspurn# (aths. um störf þingsins), HjÁ
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 130. lþ.

[13:49]

Hjálmar Árnason:

Virðulegur forseti. Tilefni umræðunnar er greinilega það að hæstv. ráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn frá hv. þm. Vinstri grænna. Þeir gera athugasemd við það svar og beina því til hæstv. forseta og ég heyri ekki betur en hæstv. forseti hafi móttekið það svar og ekkert við það að athuga.

Síðan gerist það að ekki einn, ekki tveir heldur þrír hv. þm. Vinstri grænna og svona einn og hálfur þingmaður Samf. fara í efnislega umræðu um málið. Hæstv. forseti. Ég verð að segja eins og er að þar sem upplýst hefur verið að hæstv. fjmrh. hefur fjarvistarleyfi, hefur eðlilega fjarvist, finnst mér óeðlilegt og ódrengilegt að fara í efnislega umræðu um málið. Til þess er annar vettvangur.

(Forseti (GÁS): Forseti veltir aðeins vöngum með þessa hálfu þingmenn, en það er nú aukaatriði.)