Aðgerðir gegn fátækt

Þriðjudaginn 10. febrúar 2004, kl. 14:33:56 (4001)

2004-02-10 14:33:56# 130. lþ. 61.8 fundur 21. mál: #A aðgerðir gegn fátækt# þál., SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 130. lþ.

[14:33]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Ég tel mikilsvert að skoða málefni sauðfjárbænda. Ég og hv. þm. Drífa Hjartardóttir getum verið sammála um það. En ég leyfi mér að gagnrýna það að verja hærri upphæð til úreldingar sláturhúsa sem kemur verr niður á byggðum svo sem rætt var um, t.d. í Skaftárhreppi, og mun án efa draga úr vinnu og skerða kjör fólksins þar. Líka er það að þetta mun að öllum líkindum hækka sláturkostnaðinn og í öðru lagi er ekki nóg með að þetta hækki sláturkostnaðinn, heldur hafa menn verið að vísa, m.a. í svörum á hinu háa Alþingi, ranglega í það og skýra út að það beri að fara í einhver útflutningssláturhús vegna einhverra Evrópureglna. Menn voru að tala fyrr í dag um röng svör ráðherra og ég tel að hæstv. landbrh. ætti að hafa frumkvæði að því að leiðrétta þessi röngu svör sín.