Svar við fyrirspurn

Miðvikudaginn 11. febrúar 2004, kl. 13:40:07 (4070)

2004-02-11 13:40:07# 130. lþ. 62.91 fundur 315#B svar við fyrirspurn# (aths. um störf þingsins), GÁS
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 130. lþ.

[13:40]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Í tilefni orða hv. þm. Einars K. Guðfinnssonar, formanns þingflokks Sjálfstfl., þar sem hann ber sig aumlega undan því, þó með dálítið ónotalegum hætti, að hv. þingmenn leyfi sér að inna í upphafi þingfundar ráðherra ríkisstjórnarinnar eftir einu eða öðru. Hann telur það hv. þingmönnum til vansa að vera að spyrja ráðherra sem ekki eru hérna. En bara til að upplýsa það eru meiri líkur en minni að menn standi hér í ræðustóli og spyrji ráðherra út úr og þeir séu ekki hérna.

Þeir eiga að vera hér. Ég virði það auðvitað þegar ráðherrar, eins og þingmenn, hafa fjarvistarleyfi (Gripið fram í: Guðni er hérna.) en hér sitja fjórir ráðherrar á bekk, eru 12 talsins, og ég vildi bara nota ferðina og vekja sérstaka athygli á þessu. Hér er að fara fram atkvæðagreiðsla, hér er mætingarskylda og það er að verða hið stóra vandamál í þinginu að ekki fást svör við eðlilegum og sjálfsögðum spurningum af því að ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru ekki á staðnum.