Þjóðarleikvangurinn í Laugardal

Fimmtudaginn 12. febrúar 2004, kl. 12:02:57 (4144)

2004-02-12 12:02:57# 130. lþ. 63.8 fundur 493. mál: #A þjóðarleikvangurinn í Laugardal# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., menntmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 130. lþ.

[12:02]

Menntamálaráðherra (Þorgerður K. Gunnarsdóttir):

Virðulegi forseti. Ég held að það þurfi ekki að brýna mig mikið til að sinna því að framgangur íþróttanna verði sem mestur og bestur. En við þurfum auðvitað að fara eftir ákveðnum leikreglum hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Þess vegna vil ég ítreka það sem ég sagði áðan. Ég tel mikilvægt að áður en tekin verður afstaða til þessara hugmynda Reykjavíkurborgar verði einfaldlega lagt mat á þörfina á þjóðarleikvöngum í öðrum íþróttagreinum og mögulegan kostnað ríkisins af þeim. Þetta kallast á almennu máli ráðdeild í ríkisrekstri eða ráðdeild í rekstri. Þess vegna tel ég rétt að fara þá leið.

Við erum með ákveðnar leikreglur sem við verðum að fara eftir án þess að við viljum draga úr framgangi íþróttarinnar. Ég segi enn og aftur: Það þarf ekki að brýna mig til þessara hluta en ég fer eftir leikreglum.