Heilsugæslan á Þingeyri

Fimmtudaginn 12. febrúar 2004, kl. 12:54:06 (4166)

2004-02-12 12:54:06# 130. lþ. 63.12 fundur 399. mál: #A heilsugæslan á Þingeyri# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., Fyrirspyrjandi SigurjÞ
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 130. lþ.

[12:54]

Fyrirspyrjandi (Sigurjón Þórðarson):

Herra forseti. Ég hef ekki séð að ítrekað hafi verið auglýst og reynt að ráða í þessar stöður, því miður. Sérstakur vefur er rekinn á vegum ríkisins, Starfatorg, og þar er ekki að finna auglýsingar um þessar stöður þó að þetta séu störf sem væri mjög brýnt að ráða í. Ég held að hæstv. heilbrrh. ætti að vera mér sammála um það.

Þess vegna skora ég á hæstv. heilbrrh. að setja inn á þennan vef auglýsingar um að þessar stöður séu lausar. Mér finnst það vera sjálfsagt mál svo að við stefnum í þá átt að heilsugæsla verði rekin í dreifbýli jafnt sem í borginni.