Skýrsla forsætisráðherra um launamun kynjanna

Mánudaginn 16. febrúar 2004, kl. 15:07:47 (4226)

2004-02-16 15:07:47# 130. lþ. 64.1 fundur 321#B skýrsla forsætisráðherra um launamun kynjanna# (óundirbúin fsp.), SJS
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 130. lþ.

[15:07]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Það má t.d. benda á spurninguna um hvort Jafnréttisstofa á ekki að fá sterkari heimildir til að afla gagna og bera saman gögn um launamál þannig að hún hafi úrræði til þess að sannreyna hvort kynbundinn launamunur viðgengst í fyrirtækjum.

Varðandi frammistöðu hins opinbera er það að sönnu rétt hvað varðar t.d. stjórnunarstöður að félagsþjónustan og heilbrigðisþjónustan kemur ívið betur út. Þar eru konur kannski 35%--40% af framkvæmdastjórum, en þegar kemur að forstöðumönnum ríkisstofnana og ráðuneyta er útkoma ríkisins ekki sérstaklega falleg. Yfir 80% af forstöðumönnum ríkisstofnana og ráðuneyta eru karlar þannig að það er heldur betur hægt að taka til í þeim efnum. Ég er ekki viss um að ferill hæstv. ríkisstjórnar allra síðustu missirin sé sérstaklega glæsilegur ef farið væri ofan í saumana á því hvernig ríkisstjórnin hefur skipað þar í embætti og tæplega telst afrek hæstv. félmrh., sem flæmdi framkvæmdarstjóra Jafnréttisstofu úr starfi, sérstakt innlegg í málið.