Upplýsingasamfélagið

Mánudaginn 16. febrúar 2004, kl. 15:12:04 (4229)

2004-02-16 15:12:04# 130. lþ. 64.1 fundur 322#B upplýsingasamfélagið# (óundirbúin fsp.), KLM
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 130. lþ.

[15:12]

Kristján L. Möller:

Herra forseti. Ég vitna til þess að í gömlu svari til mín frá hæstv. samgrh. er vitnað í að samkomulag hafi verið gert við samgrh. um að Landssíminn skaffi öllum stærri þéttbýlisstöðum tengingu við ADSL-þjónustu. Þetta var undirritað 16. mars 2001 og Landssíminn hefur ekki, þó ég vitni ekki í fræg ummæli hæstv. samgrh. um þessi mál í Norður-Þingeyjarsýslu, viljað skaffa íbúum minni sveitarfélaga þessa þjónustu. Ég spyr þess vegna: Hvernig verður þetta túlkað sem auðlind í allra þágu ef svo og svo stór hluti lítilla byggðarlaga á landinu situr eftir og situr ekki við sama borð og íbúar þéttbýlisins á höfuðborgarsvæðinu eða stærri staða á landsbyggðinni?