Upplýsingasamfélagið

Mánudaginn 16. febrúar 2004, kl. 15:13:40 (4231)

2004-02-16 15:13:40# 130. lþ. 64.1 fundur 322#B upplýsingasamfélagið# (óundirbúin fsp.), KLM
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 130. lþ.

[15:13]

Kristján L. Möller:

Herra forseti. Ég virði það alveg en upplýsingasamfélagið heyrir undir hæstv. forsrh. og ég er að spyrja út í það, hvernig auðlindir í allra þágu eigi að komast til íbúa minni byggðarlaga þegar Landssíminn fer um landið og skaffar þessa þjónustu öllum stærri byggðarlögum en neitar íbúum minni byggðarlaga um þessa sjálfsögðu þjónustu. Ég spyr: Hvernig í ósköpunum eiga íbúar litlu byggðarlaganna að sitja við sama borð t.d. hvað varðar jafnrétti til náms þegar fjölmargir íbúar landsins keyra um í Mercedes Benz, ef svo má að orði komast, en fjöldi íbúa landsins verður að láta gamlan og lélegan Trabant duga?