Vatnsveitur sveitarfélaga

Mánudaginn 16. febrúar 2004, kl. 17:07:24 (4269)

2004-02-16 17:07:24# 130. lþ. 64.4 fundur 576. mál: #A vatnsveitur sveitarfélaga# (heildarlög) frv., SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 130. lþ.

[17:07]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Frú forseti. Áður en lengra er haldið hefði ég viljað fá skýringar hjá hæstv. ráðherra varðandi 4. gr. frv. Þar er rætt um innlausnarrétt sveitarfélagsins á stofnkerfi og fastafjármunum vatnsveitunnar í samningi aðila auk annarra atriða sem sveitarstjórn telur nauðsynleg.

Ég vildi gjarnan fá upplýsingar um hvaða innlausnarrétt er verið að tala um. Er verið að leysa upp eða hvað er verið að ræða um? Ég átta mig ekki á því við lestur á lagafrv. við hvað er átt.