Kadmínmengun í Arnarfirði

Miðvikudaginn 18. febrúar 2004, kl. 15:08:32 (4366)

2004-02-18 15:08:32# 130. lþ. 66.7 fundur 109. mál: #A kadmínmengun í Arnarfirði# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., GAK
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 130. lþ.

[15:08]

Guðjón A. Kristjánsson:

Virðulegi forseti. Ég þakka þær upplýsingar sem hæstv. ráðherra gaf og tek undir það sem fram kom í lok máls hennar, að efla þurfi grunnrannsóknir við Ísland. Það er vissulega ekki vanþörf á miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir.

Hitt er svo annað mál að hér erum við að ræða um Arnarfjörð. Þetta er tiltölulega lokaður fjörður. Hann er með haft yst í firðinum og kunna að vera þar aðrar aðstæður en í öðrum fjörðum hérlendis. En ástæða hefði verið til að hraða þessum rannsóknum með tilliti til þess að nytjar í firðinum hafa skipt byggðarlagið við fjörðinn, Bíldudal, verulegu máli. Ekki hefur veitt af að efla þar atvinnu. Það hefði þurft að hraða þessum rannsóknum og vinna þær fyrr.