Aðskilnaðarmúrinn í Palestínu

Fimmtudaginn 19. febrúar 2004, kl. 12:05:34 (4412)

2004-02-19 12:05:34# 130. lþ. 68.11 fundur 260. mál: #A aðskilnaðarmúrinn í Palestínu# þál., MÁ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 130. lþ.

[12:05]

Mörður Árnason (um fundarstjórn):

Forseti. Öfugt við það sem fyrr hefur gerst í dag taldi ég rétt að leyfa þessari góðu umræðu að fara fram áður en haldið væri áfram umræðum um fundarstjórn forseta. Nú er að vísu annar forseti kominn í stólinn en sá sem áður var og ég get ekki gert að því hvenær hann velur að stjórna fundi og hvenær ekki.

Ég vil taka fram svo að það sé ljóst að í umræðum áður bað ég um orðið öðru sinni en var það meinað. Ég vil þess vegna lesa, með leyfi forseta, úr 55. gr. þingskapa þennan texta hér:

,,Jafnan er heimilt að gera stutta athugasemd um atkvæðagreiðslu, um fundarstjórn forseta og til þess að bera af sér sakir. Enginn má þó tala lengur en þrjár mínútur í senn og ekki oftar en tvisvar um hvert atriði.``

Ég vil einnig taka fram þannig að það sé á hreinu, það sem menn geta séð í þingtíðindum þegar þau verða gefin út eða komin á netið, að ekki var um það að ræða að ég héldi áfram þeirri umræðu sem fram fór utan dagskrár. Þvert á móti var ég að tala um fundarstjórn forseta, um það mál sem forseti og hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon sáu ástæðu til að gera að sérstöku umræðuefni inni í miðri utandagskrárumræðu um múrinn í Palestínu.

Þetta vil ég taka fram en ætla ekki að hafa frekari lýsingarorð, a.m.k. ekki að sinni, um fundarstjórn forseta.

(Forseti (GÁS): Forseti hefur hlýtt á þessi orð hv. þingmanns og tekur þau til athugunar.)